Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Culina heldur matreiðslunámskeið í samstarfi við kvenfélögin þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda og aðferðir til að nýta hráefni sem annars lendir í ruslinu.
Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Leiðbeiningastöð heimilanna netfang: lh@leidbeiningastod.is eða í síma 552 1135.
Næsta námskeið er þann 13. nóvember kl. 17:30 -20:30. Kennt verður í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Hóparnir eru litlir og eða 8- 14 manns, allir elda og í lokin borðum við saman þær dýrðlegu krásir sem þátttakendur hafa töfrað fram.
Á námskeiðinu er kennt:
- hvað þarf að varast ( hvað er hættulegt og hvað er í lagi út frá matarsýkingarsjónarmiðum)
- hvernig á að nota krydd og kenna fólki að smakka sig til.
- að nýta hráefni betur t.d. skræla brokkolí.
- hvað er hægt að gera úr ódýrari bitunum af kjöti.
- nýta kryddjurtir,
- ganga frá og nýta afganga
- ódýrt og gott hráefni, (eins og baunir, hvítkál, steinseljurót)
- kaupa eftir árstíð (það er oftast ódýrara)
- nota gott hráefni (oft þarf minna af því, eins og krydd)
- að lesa innihaldslýsingu-veistu hvað er í vörunni