Matarmarkaður Búrsins / Vetrarmarkaður.

Kælarnir eru að fyllast að gúmmelaði sem býður eftir því að komast í þínar hendur. Búið að grafa bleikju, annars vegar með rauðrófum og piparrót, hinsvegar með fennel, birki og stjörnuanís.

Reyktur laukur, döðluchutney, tómatchutney, drekasósa, aioli, hummus, pestó er allt af hella sér í krukkur, í tilefni af sprengideginum verður hægt að kaupa sér ljúfa baunasúpu tilbúna á diskinn nú eða hnausþykka vetrarsúpu.

Grófasta brauðið er að sjálfsögðu í boði og út úr þurrkofnunum eru heilu breiðurnar af hörkexi að smokra sér í pokana.