Culina framleiðir ljúfmeti því við viljum að sem flestir fái að njóta gæða hráefnis, ekki bara þegar sérstök tilefni gefast heldur líka bara til að lífga upp á hversdaginn.

Ljúfmetið frá Culina fæst í Sælkerabúðinni á Bitruhálsi, í Búrinu Grandagarði og Frú Laugu bændamarkaði sem er með verslanir við Laugalæk og á Óðinsgötu.

Vonandi eiga fleiri eftir að komast á bragðið, þannig að ef þú hefur áhuga á að gerast söluaðili þá hafðu samband og við finnum út úr því hvað hentar til sölu hjá þér. Þú mátt líka hafa samband ef þú vilt kaupa ljúfmetið beint frá bónda, í einhverju umtalsverðu magni, t.d. fyrir mötuneyti, stóreldhús eða fyrir veislu hjá þér.

Aioli hvítlaukssósa

Aioli hvítlaukssósa frá CulinaAioli hvítlaukssósan stendur sko undir nafni. Hún er ættuð frá Miðjarðarhafinu og er venjulega borin fram við stofuhita, svo mundu eftir að taka hana úr ísskápnum í tíma. Hvítlaukssósan er frábær með fiskréttum t.d grilluðum humar, þú þarft ekkert annað meðlæti frekar en þig lystir. Með kjöti, sem salatdressing eða bara smyrja henni ofan á brauð, Aioli hvítlaukssósan passar í öllum þessum hlutverkum, prófaðu bara.

Innihald Aioli: Kartöflur, vatn, repjuolía, gerilsneidd egg, dijon sinnep, (sinnepsfræ, edik, kalíummetabísúlfít, sítrónusýra), hvítlaukur, sjávarsalt og svartur pipar.

Döðluchutney

Döðluchutney frá CulinaSilkimjúka döðluchutneyið er með krydduðu eftirbragði af kanil og kardimommu sem staldrar við hjá bragðlaukunum svo það er enn veisla eftir að þú kyngir síðasta munnfyllinum. Döðluchutneyið má nota eitt og sér ofan á brauð, sem meðlæti með kjötmáltíð og það er akkúrat rétta bragðið í grænmetisréttinn, þetta sem vantaði til tilbreytingar. Á brunch borðið er döðluchutneyið ómissandi, prófaðu það með túnfisksalati og góðu nýbökuðu brauði, það verður eftirminnilegt.

Innihald Döðluchutney: Döðlur, vatn, kanill, kóríander, kardimommur, negull, múskat, cayenne pipar, sjávarsalt

Estragonsósa

Estragonsósa frá CulinaEstragon er ekki bara kryddið sem gerir Bearnaisesósu að þeirri dásemd sem hún er, stundum fær það að vera í aðalhlutverki og hefur nú eignast sína eigin sósu. Estragonsósan fær fagurgrænan litinn úr spínatinu og A og C vítamínið fylgir í kaupbæti. Hún er skylda með fiskréttinum, en er alls ekki síðri með lambakjötinu. Estragonsósuna má líka nota sem salatdressingu og sem viðbit á brauð, prófaðu hana með hörkexinu.

Innihald Estragonsósu: Kartöflur, vatn, repjuolía, gerilsneidd egg, dijon sinnep (sinnepsfræ, edik, kalíummetabísúlfít,sítrónusýra), estragon, spínat, hvítlaukur, sjávarsalt og svartur pipar.

Hörkex

Hörkex frá Culina - glútenlaust hráfæðikexHörkexið er glútenlaust hráfæðikex, kryddað með mildum tónum af tómat og lauk. Hörkexið er tilvalið að eiga eitthvað til að narta í, eitt og sér getur það virkað eins og snakk sem þú borðar með góðri samvisku. Mjög gott með hummus og fersku grænmeti t.d. papriku eða gúrku. Hörkexið geymist best á dimmum og þurrum stað, t.d. búrskáp eða skrifborðsskúffu. Hörkexið hentar vegan grænmetisætum.

Innihald Hörkex: Hörfræ, sólblómafræ, tómatar, laukur, paprika, hvítlaukur, sjávarsalt, oregano, basil og cayenne pipar.

Reyktur laukur

Reyktur laukur frá CulinaReykti laukurinn er afar ljúffengur því reykingin dregur fram sætan keim í lauknum. Laukinn má nota einn og sér, sem meðlæti en hann er einnig tilbúið hráefni í grænmetisrétti og salöt. Upp úr olíunni má steikja bæði kjöt, fisk og grænmeti og fá mjúkt og milt grillbragð í matinn. Þá tónar laukurinn frábærlega sem meðlæti.

Innihald Reyktur laukur: Laukur, repjuolía og sjávarsalt.