Culina verður að vanda á matarmarkaði Búrsins, en sumarmarkaður verður haldinn helgina 30. – 31. ágúst í Hörpu. Opið er frá kl. 11 – 17 bæði laugardag og sunnudag.

Við verðum með ljúfmetið okkar á boðstólnum, en auk þess geturðu fengið hjá okkur grófasta brauðið í bænum. Við erum líka búin að grafa bleikju og heitreikta bleikjan verður líka á sínum stað.

Fyrir matarmarkaðinn gerðum við líka deserta sem koma til með að kitla bragðlaukana svo um munar, ekki láta þá eða matarmarkaðinn um helgina framhjá þér fara.

Hlökkum til að sjá ykkur.