Undir merkjum Culina býður Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari upp á fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða við allra hæfi. Hvort sem þú ert byrjandi í matargerð eða starfar í matvælaframleiðslu og vilt efla hæfni þína, þá býður Culina upp á matreiðslunámskeið sem henta.

Námskeið í matargerð eru sérsniðin fyrir hópa og jafnvel fyrir einstaklinga, því það er áskorun fólgin í því að elda fyrir einn.

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari að störfum.

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari að störfum.

Matreiðslunámskeið "Eldað úr öllu" voru fyrst haldin þegar Dóra Svavarsdóttir tók þátt í Zero Waste verkefninu um matarsóunNámskeiðið “Eldað fyrir einn” var þróað eftir að Dóra hélt námskeið fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og BSRB félaga. Þá hefur hún haldið matreiðslunámskeið um óþol eða ofnæmi í samstarfi við PKU félagið og hefur því sérþekkingu á próteinsnauðu fæði.