Það er áskorun fólgið í því að elda fyrir einn, bæði fyrir byrjendur og þá sem eru vanir að elda fyrir fleiri, stóra fjölskyldu eða í mötuneytum. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur staðið fyrir námskeiðinu “Eldað fyrir einn”.

“Það er fátt hægt að kaupa fyrir einn eða tvo. Framleiðendur miða vörur sínar við mun stærri fjölskyldur. Þess vegna þurfa þeir sem eru einir að vera meira skapandi og skipuleggja máltíðirnar vel. Til dæmis ef fólk langar í kjúklingabringur. Þær eru yfirleitt seldar þrjár saman í pakka. Ein dugar í matinn en þá eru tvær eftir. Það er hægt að fyrsta þær, bara að hafa í huga að fyrsta bringurnar í sitthvoru lagi en svo er líka hægt að elda þær allar í einu. Borða eina, nota aðra daginn eftir í einhvern annan rétt og svo er hægt að sneiða þá þriðju og nota í salat eða sem álegg á brauð. Matur sem búið er að elda geymist betur en hrámeti og það er ágætt að hafa það í huga.“

Einfaldari uppskriftir með færri innihaldsefnunum. Það er ekkert vit í því að sitja uppi með hálfa papriku eða hálfa gulrót og vita ekki hvernig eigi að nýta það sem er afgangs. Annað sem ég legg áherslu á að kenna fólki, en það er að elda úr því sem er til í ísskápnum.  Stundum þarf ekki annað en vera örlítið skapandi í hugsun og það er hægt að galdra fram dýrindismáltíð.