Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur undanfarin ár unnið að verkefnum sem snúa að því að sporna gegn matarsóun. Í samstarfi við LandverndKvenfélagasamband Íslands og Vakandi í Zero Waste verkefninu, sem styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni, hefur hún haldið námskeiðin “Eldað úr öllu”.

Matarsóun – Myndbönd

Framleiðendur: Landvernd og Vakandi
Matreiðslumeistari: Dóra Svavarsdóttir
Tökur og klipping: Garpur Elísabetarson
Tónlist: Sóa með Amabadama
Styrkt af: Norrænu ráðherranefndinni (Norden) og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Hér eru myndbönd með góðum ráðum varðandi nýtingu og geymslu matvæla, þar sem tilgangurinn er að minnka matarsóun. Lagið “Sóa” með AmabAdamA sem notað er í myndböndunum var samið til að vekja athygli á matarsóun. Verkefnið var undir formerkjum Zero Waste.