Matreiðsluámskeið eru sniðin þannig að það henti hverju tilefni og hvaða hóp sem er, þú hefur samband og í sameiningu finnum við út úr hvaða sérþörfum þarf að huga að. Mjólkurlaust fæði, glútenlaust fæði, próteinsnautt fæði og bráðaofnæmi fyrir matvælum geta jafnvel verið lífshættuleg, svo sérfæði og hvernig þarf að meðhöndla matvæli til þess að tryggja öryggi getur verið bráð nauðsyn.
Dóra matreiðslumeistari hefur unnið mikið með fólki sem glímir við hin ýmsu matar óþol eða ofnæmi, með því að elda allan mat frá grunni úr hreinum hráefnum getur Culina staðið stolt við matinn sinn og ábyrgst að allir réttir uppfylli þau skilyrði sem þú setur.
Dóra hefur einnig unnið mikið með PKU félaginu og hefur því einstaka sérþekkingu á próteinsnauðu fæði.
Hafðu samband vefleiðis, í síma 892 5320 eða sendu tölvupóst til dora@culina.is.