Þann 11. september kl. 17:30 -20:30 verður haldið matreiðslunámskeið þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda og aðferðir til að nýta hráefni sem annars lendir í ruslinu.
Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Leiðbeiningastöð heimilanna netfang: lh@leidbeiningastod.is eða í síma 552 1135.
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Culina var í síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 9. september (94:40) til að gefa góð ráð um betri nýtingu hráefna sem annars fara til spillis.