Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Culina heldur matreiðslunámskeið í samstarfi við kvenfélögin þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda og aðferðir til að nýta hráefni sem annars lendir í ruslinu.
Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Leiðbeiningastöð heimilanna netfang: lh@leidbeiningastod.is eða í síma 552 1135.
Næstu námskeið verða miðvikudaginn 24. september og 1. október. Hvert námskeið stendur frá kl. 17:30 – 21:30 og að sjálfsögðu er snætt það sem eldað er hverju sinni. Námskeiðið kostar 5.000 krónur og fara fram í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Sólvallagötu 12.
Dóra var í síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 9. september (94:40) til að gefa góð ráð um betri nýtingu hráefna sem annars fara til spillis.