Helgina 24. og 25. júní verður Sælkerabíll Uppsveita á ferðinni og opnar dyr sínar og selur sælkeravörur af svæðinu.

Áætlun bílsins er sem hér segir:

Laugardaginn 24. Júní

Kl 11 – 13 Laugarvatn, við Menntaskólann ML

Kl 14 – 16 Sólheimar í Grímsnesi, við Grænu Könnuna

Kl 17 – 19 Reykholt, við Bjarnabúð

Sunnudaginn 25. Júní

Kl 11 – 13 Flúðir, við Minilik eþjópíska veitingastaðinn

Kl 14 – 16 Árnes, við félagsheimilið

Verið öll velkomin að kíkja við og kaupa framleiðslu af svæðinu, grænmeti, kjöt, fisk, sultur, egg og sitthvað fleira frá þeim fjölbreyttu framleiðendum sem búa og starfa í Uppsveitum Árnessýslu.

Ef þú ert með vöru sem þú villt selja í Sælkerabílnum endilega, hafðu samband: dora@culina.is eða í síma 892 5320

Hægt er að fylgjast með á facebook viðburði Sælkerabíls Uppsveita.