Sumarsmellur er holl og girnileg eftirréttakaka, sem passar bæði á eftir grillmatnum á fögru sumarkvöldi, en er alls ekki síðri í saumaklúbbnum í vetur.
Sumarsmellur er svampbotn með döðlum og kókoskremi toppaður með berjum.
Kakan:
110 g bragðlítil olía
125 g hrásykur
1 msk vatn
250 g hveiti
1 msk lyftiduft
250 ml sojajógúrt, vanillu
salt af hnífsoddi
1/4 tsk af sítrónu eða appelsínuberki
Hitið í potti olíuna, sykurinn og vatnið þannig að sykurinn leysist upp. Takið af hita. Blandið saman þurrefnunum og hrærið saman við jógúrtið og börkinn og hrærið að lokum sykurleginum saman við. Deigið dugar í 28 cm lausbotna form. Bakið við 150°c í 25 – 30 mín.
Kremið:
100 ml kókosrjómi
100 g döðlur
2 msk agavesíróp
3 msk kókosolía (hituð þannig að hún sé fljótandi)
maukað saman í matvinnsluvél.
smurt ofan á kaldan botninn.
Skreytið með berjum, kókosflögum og bræddu dökku súkkulaði (með smá kókosmjólk til að mýkja það.)
Verði ykkur að góðu.