Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the foogallery domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /home/6/c/culina/www/wp-includes/functions.php on line 6114
Sumarsmellur í saumaklúbbinn – Culina

Culina

  • Matreiðslunámskeið
    • Eldað fyrir einn
    • Matarsóun
    • Óþol eða ofnæmi?
  • Um Culina
    • Meðmæli
    • Umfjöllun
  • Hafa samband

Sumarsmellur í saumaklúbbinn

05/11/2014 by

Sumarsmellur - girnilega eftirréttakakaSumarsmellur er holl og girnileg eftirréttakaka, sem passar bæði á eftir grillmatnum á fögru sumarkvöldi, en er alls ekki síðri í saumaklúbbnum í vetur.

Sumarsmellur er svampbotn með döðlum og kókoskremi toppaður með berjum.

Kakan:

110 g bragðlítil olía
125 g hrásykur
1 msk vatn
250 g hveiti
1 msk lyftiduft
250 ml sojajógúrt, vanillu
salt af hnífsoddi
1/4 tsk af sítrónu eða appelsínuberki

Hitið í potti olíuna, sykurinn og vatnið þannig að sykurinn leysist upp. Takið af hita. Blandið saman þurrefnunum og hrærið saman við jógúrtið og börkinn og hrærið að lokum sykurleginum saman við. Deigið dugar í 28 cm lausbotna form. Bakið við 150°c í 25 – 30 mín.

Kremið:

100 ml kókosrjómi
100 g döðlur
2 msk agavesíróp
3 msk kókosolía (hituð þannig að hún sé fljótandi)
maukað saman í matvinnsluvél.
smurt ofan á kaldan botninn.

Skreytið með berjum, kókosflögum og bræddu dökku súkkulaði (með smá kókosmjólk til að mýkja það.)

Verði ykkur að góðu.

Posted in: Uppskriftir Tagged: eftirréttir, kökur, vegan

Valmynd

  • Matreiðslunámskeið
    • Eldað fyrir einn
    • Matarsóun
    • Óþol eða ofnæmi?
  • Um Culina
    • Meðmæli
    • Umfjöllun
  • Hafa samband

Culina á Facebook

Culina

Hafðu samband

Gsm: 892 5320
Netfang: dora@culina.is
Kennitala: 621216-1710

Tög

Búrið eftirréttir eldað fyrir einn grænkeri Harpa kvenfélagasambandið kökur landvernd matarmarkaður matarsóun matreiðslunámskeið málþing Námskeið persónulegir matseðlar sælkeri sérþarfir vakandi vegan

Um Culina

Dóra Svavarsdóttir, eigandi og matreiðslumeistari Culina býr yfir áratuga reynslu. Í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvennfélagasamband Íslands hefur hú haldið námskeiðin “Eldað úr öllu”. en markmið þeirra er að minnka matarsóun. Þá hefur hún farið fyrir Íslands hönd á Terra Madre á vegum Slow Food samtakanna.

Copyright © 2025 Culina.

Delicious WordPress Theme by themehall.com