Culina er latína og þýðir eldhús. Á tímum Rómverja átti þetta við um myrkvað herbergi, án reykháfs, þar sem þrælarnir útbjuggu dýrindis málsverði fyrir húsbændur sína og gesti þeirra. Sem betur fer eru breyttir tímar.
Undir merkjum Culina var um tíma rekinn veitingastaður í Kringlunni, þá tók við rekstur veisluþjónustu en frá 1. janúar 2018 hefur Culina einbeitt sér að fjölbreyttu úrvali matreiðslunámskeiða fyrir einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki í samstarfi við fagfélög og stéttarfélög.
Fyrirtækið
Culina ehf
Kennitala: 621216-1710
Vsk nr: 132862
Eigandi og framkvæmdastjóri er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari. Hún var einn eigenda og eldaði ljúffenga rétti Á næstu grösum í rúman áratug í byrjun aldarinnar. Í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvennfélagasamband Íslands hefur hú haldið námskeiðin “Eldað úr öllu”. Þá hefur hún farið fyrir Íslands hönd á Terra Madre á vegum Slow Food samtakanna.
Hafðu samband vefleiðis, í síma 892 5320 eða sendu tölvupóst til dora@culina.is.