Bréf til Culinu eftir vel heppnaða veislu:

Lystilega flottar veitingar:
Langar að þakka fyrir lystilega flottar veitingar sem settu mikinn svip á veisluna mína, það sá ekki högg á vatni alveg fram á næsta morgun!
Og það sem meira er – allir sem tjáðu sig um það sem í boði var fannst mikið til koma skemmtilega fjölbreytt, mismunandi bragð, saðsamt, ferskt, lystilega framsett & fallegt… og ekki lá ég því hvaðan veitingarnar komu.

Ein ánægð í Kópavoginum:
Enn og aftur – hjartans þakkir – þetta var unnið af mikilli ást og umhyggju fyrir því hráefni sem þú hafðir undir höndunum – skilaði sér alveg í gegn – og þykir vænt um það!

Bréf eftir matreiðslunámskeið í Hússtjórnarskólanum:
Heil og sæl Dóra og þið hin öll !
Ég get ekki stillt mig um það að þakka fyrir þennan skemmtilega dag í gær í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.  Þetta námskeið hjá henni Dóru var einstakt, sérlega fræðandi og hagnýtt.  Ég lærði helling af mikilvægum hlutum.   Svo er kennslan hjá Dóru verulega smart – hún gerir þetta á vandaðan máta og nær að miðla miklu á þessum 5 klukkustundum.  Afraksturinn af námskeiðinu var verulega góður og fengum við sem þarna vorum heldur betur að njóta ljúiffengra rétta.
Ég hvet ykkur sem ekki sáuð ykkur fært að koma núna að nýta þetta tækifæri næst þegar færi gefst.
Með bestu kveðjum til ykkar allra
Magnús

Fleiri meðmæli á Facebook

Á Facebook síðunni okkar geturðu lesið fleiri meðmæli með okkur.