Afmælisveisla - Fertugsafmæli sem haldið var í Húsi Sjávarklasans

Afmælisveisla

Við útfærum stórar sem smáar afmælisveislur. Hvert sem tilefnið er, barnafmæli, brúðkaupsafmæli eða merkisafmæli.

Við útbúum afmælisveisluna eftir þínum óskum, hvort þú vilt hafa eitthvert þema í afmælinu eða ert með séróskir.

Við getum blandað saman úrvali rétta hjá okkur, brauðsnittur og pinnamatur geta vel átt samleið. Og kannski viltu bjóða gestunum í afmælisveislunni upp á súpu og brauð. Við græjum það.

Hafðu samband og pantaðu þína veitingar í þína afmælisveislu.

Hvernig panta ég afmælisveislu?

Sendu veislupöntun á dora@culina.is eða hringdu í síma 552 9410 / 892 5320.

Hafðu þetta í huga:

  • Fjöldi (gott til að áætla magn á mann)
  • Tímasetning (þú þarft meira á kvöldverðartíma)
  • Aðstaða (veislusalur, er hægt að halda heitu eða eru kælar?)
  • Staðsetning (hvert eigum við að koma með veitingarnar?) – Viltu sækja? Ekkert mál við erum á Smiðjuvegi 12, 200 Kópavogi.
  • Séróskir (er grænmetisæta í hópnum eða er einhver með ofnæmi/óþol?)

Afmælisveisla – myndir