Smáréttaveisla - Snittur

Smáréttaveisla – Snittur

Culina býður fjölbreytta smárétti sem henta vel í standandi veislur, ekki þarf neina diska eða hnífapör, bara servíttu. Matreiðslumeistarinn  kemur með réttina tilbúna á bökkum og fötum  og stillir upp hjá ykkur.

Fjöldi bita í veislu fer eftir stærð hópsins og hve lengi veislan á að standa.

Hafðu samband og við finnum út hvað hentar í þínu boði og í framhaldinu gerum við tilboð.

Hér að neðan má sjá þá rétti sem Culina hefur verið að gera. Eins getum við útbúið aðra rétti að þinni ósk t.d. ávaxtabakki sem fólk gæti nælt sér í bita af.

 

Smáréttir – Bökur og brauðsnittur

 • Bökur með sætum kartöflum, kókos og kóríander.
 • Bökur með linsubaunum og kryddjurtum.
 • Beikonbaka með blaðlauk
 • Crostini brauð með mozzarellaosti og ofnbökuðum kirsuberjatómat.
 • Crostini með sætum kartöflum og gorgonzola.
 • Íslenskt brie með döðluchutney á steiktu brauði.

Eins gerum við brauðbakka með 3 tegundum að brauðum, með honum er: hummus, döðluchuteny,pestó og sólþurkað tómatmauk.

Smáréttir – Grænmetisréttir

 • Eggjakaka með kartöflum og dijon sinnepi.
 • Fylltir paprikugeirar með fetaosti, tómötum og ólífum.
 • Gúrkusneið með rjómaost og lárperumauki.

Smáréttir – Veganréttir

 • Tofuspjót með portobello sveppi, marinerað með sólþurkuðum tómat, fennelfræjum og balsamic
 • Bökur með graskeri og kókos
 • Steikt brauð með sætkartöflumauki, myntu toppað með ristuðum hnetum
 • Steikt brauð með tómat,pestó og rifnum vegan osti
 • Fylltir paprikugeira, með tómat, kapers og jurtum
 • Graskerssúpa í glasi með jarðhnetum
 • Lárperumauk á agúrku með piklaðir papriku
 • Tortilla með hummus,döðluchutney, spínati og ristuðum kókos
 • Pokoras bollur með kókos karrý dippi
 • Confitsoðnar kartöflur með rauðrófu og reyktum lauk
 • Fylltir sveppir með heimalöguðu pesto.
 • Gúrkusneið með pestó úr vindbörðum íslenskum tómötum.
 • Bruchetta með ólífumauki.
 • Crostini með grillaðri papriku og ætiþystli.
 • Smá muffins með sítrónu og appelsínu
 • Súkkulaðihjúpuð jarðarber
 • Hnetu og döðlukúlur
 • Súkkulaðibitakökur

Smáréttir – Kjötréttir og spjót

 • Reykt önd, með seljurótarmauki og rauðlaukssultu á steiktu brauði.
 • Engifer marineraður kjúklingur á spjóti
 • Lamb með líbanskri kryddmarenineringu á teini.
 • Nautadrumbur á spjóti borin fram með aioli.
 • Íslensk kjötsúpa í glasi
 • Tvíreykt hangikjöt á teini með balsamik gljáðri rófu.
 • Smáborgari með nautalund og bernaise sósu
 • Maltsoðið lamb í mjúkubrauði með hrásalati

Smáréttir – Sjávarréttir

 • Confitsoðnar kartöflur með saltfisktartar.
 • Reykt ýsa og rauðrófa á confitsoðnum kartöflum.
 • Lax á spjóti með kryddjurta dressingu.
 • Blini með reyktum lax og caviar.
 • Tortilla með reyktum laxi og rjómaosti
 • Sjávarréttasalat í glösum.
 • Rauðrófugrafin bleikja með appelsínu aioli á brauði.
 • Heitreikt bleikja á fersku salsa í skeið
 • Reykt ýsa með rauðrófu á rúgbrauði (hvað eru mörg R í því??)
 • Rauðspretta í raspi, með remúlaði og steiktum lauk á grófu brauði.

Smáréttir – Desert og súkkulaði

 • Súkkulaði hjúpuð jarðarber.
 • Pekanhnetu tíglar.
 • Súkkulaði hjúpað brownies.
 • Súkkulaðimús í glasi með jarðarberja og myntusósu.
 • Skyrfrauð í glasi með mangó og ástríðuávexti (passionfruit).

 

Skoðaðu myndir af smáréttaveislum