Skemmtilegast er að gera alveg sérstaka upplifun í sameiningu, ef þú hefur hugmynd af skemmtilegum veitingum þá höfum við þekkinguna og aðstöðuna til að útbúa þær. Við látum matinn endurspegla þemað í veislunni.

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur líka yfir gripsmikla þekkingu er varðar [óþol og ofnæmi], séum við meðvituðu um það frá upphafi er ekkert mál að útbúa veitingar sem henta öllum hópum.

Bolliwood veisla

 • Kjúklingur í kókoskarrý
 • Lentil buhjab, linsubaunaboltar í engifersósu
 • Pokhoras steiktar grænmetiskúlur
 • Hýðishrísgrjón með kókos og coriander
 • Blómkálssalat
 • Naanbrauð
 • Raiita
 • Döðluchutney
 • Poppadoms

Svart – hvít veisla er skemmtilega ögrandi

 • Djúpsteikt þorskroð
 • Fyllt egg með sýrðum rjóma og kavíar
 • Noriblöð og þari
 • Svartbaunafalafell m/ piparrótarsósu
 • Hörpuskels carppacio , sítrus marinerað og með svörtum sesamfræjum
 • Steinslejurótarfroða með smjörsoðnu blómkáli og trufflu
 • Svart spaghetti með sjávarétta soði, krækling, kolkrabba, risarækju
 • Grissino stangir
 • Brie með sveskjum og rúsínum og marnineruðum brómberjum.
 • Lakkrísmakkarónur með súkkulaði fyllingu og Hot ‘n’ sweet

Sjóræningjuþema

 • Tómatsúpa í glasi með blaðlauk
 • Kjúklingaleggir með hnetusósu og rommi
 • Svínasíðubitar með reyktri tómatsósu
 • Sjávarréttasalat með vorlauk og papriku,
 • Smokkfiskur og kolkrabbi í chilli mangósósu
 • Grillað grænmetissalat
 • Skrímslakartöflur
 • Strengjabaunir með kókos
 • Roti, fyllt karabískt brauð
 • Brauð, hummus, tóamatchuntey, kókoschutney og mangóchutney.

Í eftirrétt væri:

 • Súkkulaðimús í glösum
 • Jamakaía dumplings með vanillu og flórsykri ( ekki ósvipað kleinum nema mýkra og betra)
 • Ávaxtabakki, með ananas, vínberjum og öðrum girnilegum ávöxtum
 • Rommkúlur og súkkulaði hundraðkallar á víð og dreif